 |
Í
Reykhúsinu í Útey eru notaðar þrenns
konar reykaðferðir þ.e. taðreyking, birkireyking
og heitreyking. Mismunur á taðreykingu og birkireykingu
er einungis sá,að mismunandi efni er notað til
að brenna þ.e. þurrkað tað eða birkisag.
Mun sterkara reykbragð er af taðreykta fisknum en birkireykti
fiskurinn aftur á móti mildari á bragðið.
|
Heitreykti
fiskurinn er allt öðru vísi, því hann
er reyktur við heitan reyk (reyksoðinn). Hann verður því
mjúkur og laus í sér en þannig á
hann einmitt að vera. Hann er mjög ljúfengur í
ýmis konar forrétti. Roðinu má fletta af
og t.d. skera hann í bita, nota góða kalda sósu
(t.d. piparrótarsósu) og ristað brauð/rúgbrauð,
salatblað og t.d.tómatbáta, eggjabáta með
og þá er kominn fínn forréttur. Eins má
nota hann í alls konar “paté”.
| Aftur á aðalsíðu |
Bleikjan, sem notað er í reykingu, er eldisfiskur.
Ávallt er þess gætt að nota einungis úrvals
hráefni og allur fiskurinn er beinhreinsaður.
Reykti
silungurinn er seldur í eftirfarandi verslunum: Melabúðin,
Fjarðarkaup, allar Nóatúns versl., allar Hagkaups
versl.i, Fiskbúðin Sundlaugarveg, , Kökubankinn, Kökuhornið Bæjarlind, Úrval Miðvangi og
Selfossi, Strax Suðurveri, Hófgerði, Laugarvatni og Flúðum, Nettó Mjódd, Salavegi, Grafarvogi og Höfn,
|
 |
og Vestmannaeyjum, Kjarval
Hvolsvelli og Hellu, Versl.Borg Grímsnesi, Gallerí Laugarvatni, Bæjarbakarí Hafnarfirði, Björnsbakarí Klapparstíg, Vöruval Vestmannaeyjum, Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík, Krónan Bíldshöfða, Granda, Lindum, Mosfellsbæ, Reykjavíkurvegi Hafnarf., Hvaleyrarbraut Hafnarf., Árbæ, Reyðarfirði, Akranesi og Vestmannaeyjum.
Yfir sumartímann er tilvalið að koma heim að
bænum og kaupa sér reyktan og nýjan silung.
Þá er líka tekinn lax og stór silungur
í reyk frá stangaveiðimönnum.
Uppskriftir með reyktum silungi.
| Aftur á aðalsíðu |
Forréttur með heitreyktum og birkireyktum silungi.
Þessi uppskrift er fyrir u.þ.b. 15 manns.
½ kg. heitreyktur silungur
1 -1½ hvitlauksrif
piparrót nokkrar flísar
1 eggjahvíta
koníak
½ l rjómi
3 blöð matarlím
birkireyktur silungur
Heitreykti silungurinn, hvitlaukurinn, piparrótin, eggjahvítan,
koníak og smá rjómi sett saman í matvinnsluvél
eða hrært saman í hrærivél. Matarlímið
leyst upp í sítrónusafa og blandað saman
við. Restin af rjómanum þeytt og bætt út
í síðast.
Birkireykti silungurinn skorinn í þunnar sneiðar
og raðað á plastfilmu. Allt gumsið látið
ofan á og síðan er öllu rúllað upp
eins og rúllutertu og fryst. Tekið úr frysti u.þ.b.
2 tímum fyrir notkun og skorið í sneiðar. Borið
fram vel kalt. Gott er að hafa piparrótarsósu og
ristað brauð með þessum rétti.
Heitreykt Úteyjarpaté, f.4
300 g heitreyktur silungur
50 g rjómaostur án bragðefna
4 tsk. þurrt sérrí, t.d. Tio Pepe,(má sleppa)
2 tsk. Kikkoman sojasósa
1 tsk. Sítrónusafi
1 lítil rauð paprika, söxuð smátt
1 msk. smátt saxaður laukur
1 búnt smátt skorið steinselja
100 g heslihnetuflögur.
Hrærið ostinn mjúkan með sleif ásamt sérríinu,
sojasósunni og sítrónusafanum. Stappið fiskinn
með gaffli. Blandið honum því næst saman
við smátt saxaða paprikuna og laukinn. Hrærið
ostahræruna saman við og mótið brauð úr
deiginu. Veltið brauðinu síðan upp úr heslihnetuflögunum
og smátt skorinni steinseljunni. Kælið í ísskáp
áður en patéið er skorið í sneiðar
og sett á disk ásamt piparrótarrjóma og
hverabrauði.
Mjög einfaldur og fljótlegur forréttur
með taðreyktum silungi.
Melóna skorin þversum í sneiðar, þannig
að við fáum hringi. Kjarninn tekin úr og hýðið
skorið af. Einn hringur af melónu lagður á hvern
disk, nokkrar sneiðar af taðreyktum silung lagðar innan
í miðjuna og smá sletta af kaldri majonessósu
sett ofan á. Restin af sósunni höfð með
í skál.
Majonnessósa, sem er mjög góð með þessum
rétti:
Majonnes og þeyttur rjómi til helminga hrært saman.
Smá sletta af tómatsósu, þannig að
örlítill bleikur blær verði af sósunni,
settur út í. (Ekki það mikið að sósan
verði eins og kokteilsósa).
Í þennan rétt má að sjálfsögðu
líka nota birkireyktan silung.
Pastasalat með silungi.
280 gr. spaghetti eða núðlur
200 gr. mozzarellaostur
120 gr. heitreyktur silungur (má líka nota birki- eða
taðreyktan)
1 st. agúrka
1 búnt basilika
ólífuolía
salt Sjóðið pastað “al dente”, passið
að ofsjóða það ekki og sigtið. “Al
dente” þýðir að þegar bitið er
í pastað skal það veita örlítið
viðnám, en maukast ekki strax undir tönn.
Skerið silunginn, agúrkuna og ostinn í litla bita
og blandið saman við kalt pastað ásamt olíudreitli
og saltið eftir smekk. Rífið eða klippið basilikulaufin
yfir.
Forréttur úr heitreyktum silungi með kavíartopp.
500 gr.heitreyktur silungur
6 blöð matarlím
3 dl cremefraiche 18 %
salt og pipar
safi úr ½ sítrónu Leggið matalímið
í kalt vatn. Roðið tekið af silungnum og fiskurinn
settur í mixara.
Hrærið cremefraiche vel saman við. Bragðbætið
með sítrónusafa og kryddi.
Matarlímið leyst upp í vatnsbaði og blandað
varlega saman við . Skiftið í 8 lítil form eða
skálar og látið vera á köldum stað
í 3-4 tíma. Skálunum hvolft á disk og
á þá búðingurinn að losna úr
skálinni. 1 skeið af kavíar sett ofan á.
Skreytt með salatblaði. Piparrótarsósa og ristað
brauð haft með.
|